Algengar spurningar

Vörur

Hvaðan koma vörurnar ykkar?

Vörurnar okkar eru frá vönduðum vörumerkjum sem koma frá Danmörku, Bretlandi og Suður Kóreu. Við sáum tækifæri að koma með sérvalin og vandaðan fatnað frá birgjum sem sérhæfa sig í frábærum vörumerkjum þar sem allt er unnið undir ströngum gæðaferlum. Allar vörurnar eru framleiddar úr einstaklega mjúku efni sem gerir notkun þess afar þægilega. Mikil áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðslu.

Borðbúnaður og leikföng og eiga það sameiginlegt að vera úr sjálfbærum og umhverfisvænum efnum, án allra eiturefna. 

Pantanir og greiðsla

Hvar er pöntunin mín staðsett?

Kaupandi fær pöntunarstaðfestingu senda á netfang sem gefið var upp við pöntun. Hægt er að greiða með greiðslukorti, bæði kredit og debet og er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunar af lager. Við bjóðum einnig upp á greiðslur í gegnum Netgíró og Aur.

Hversu lengi er ég að fá pöntunina mína?

Við afgreiðum þína vöru/vörur næsta virka dag eftir pöntun. Eftir það berst hún með Íslandspósti sem getur tekið allt að 1-2 daga í afgreiðslu. Því má gera ráð fyrir að vörurnar séu afhentar 2-4 dögum eftir pöntun.

Einnig er hægt að velja um að sækja samkvæmt samkomulagi og hægt er að fá nánari upplýsingar í tölvupósti eða samfélagsmiðlum okkar.

Er hægt að fá endurgreitt?

Já, það er sjálfsagt að því tilskildu að varan hafi ekkert verið notuð, sé skilað í fullkomnu lagi og í upprunalegu ástandi og innan 14 daga frá greiðslu. Ekki er hægt að fá endurgreitt fyrir vöru sem keypt var á útsölu.

Hvernig er best að skila vöru?

Endilega sendu okkur póst á minimarkids@minimarkids.is eða í gegnum samfélagsmiðla okkar á Instagram eða á Facebook.

Þvottaleiðbeiningar

Við mælum með að þvo fötin á 30 gráðum til að viðhalda gæðum vörunnar. Flest fötin eru aðallega úr bómull ásamt teygjuefni (span) en við mælum með að setja fötin helst ekki í þurrkara nema þá í stutta stund.